Hreppsráð færir Laugalandsskóla hamingjuóskir

Kolbrún Sigþórsdóttir starfandi skólastjóri Laugalandsskóla mætti á fund hreppsráðs sem haldinn var 15. febrúar sl. Tilefnið var að Laugalandsskóli hefur tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni undanfarin 11 ár og unnið keppnina allar götur síðan ef undan er skilið fyrsta árið. Auk þess hafa nemendur við skólann einnig skipað sér í annað og/eða þriðja sætið ásamt fyrsta sætinu í keppninni miðað við sitt svæði.

Frammistaða nemenda í Stóru upplestrarkeppninni er afrakstur af skipulegu starfi stjórnenda, kennara,markvissri þjálfun nemenda og langri hefð fyrir vönduðum upplestri og sviðsframkomu á skólaskemmtunum. „Þessi verðlaun eru ánægjuleg viðurkenning á því starfi sem fram fer í skólanum, dugnaði og metnaði stjórnenda og kennara við skólann og síðast en ekki síst frábærri frammistöðu þeirra nemenda sem tekið hafa þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd skólans“, sagði Kolbrún Sigþórsdóttir, starfandi skólastjóri.

Hreppsráð færir Laugalandsskóla hamingjuóskir frá sveitarstjórn fyrir að hafa fengið Menntaverðlaunin og fyrir gott og öflugt skólastarf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?