HRINGUR leikur við hvern sinn fingur

Vortónleikar Hrings, kórs eldri borgara í Rangárþingi, verða laugardaginn 10. maí n.k. kl. 17

í Menningarhúsinu á Hellu.

Lagaval kórsins er fjölbreytt og hann fær til liðs við sig frábæra tónlistarmenn. Kristrún Steingrímsdóttir syngur einsöng og syngur auk þess með kórnum í nokkrum lögum. Gunnar Bjarki Guðnason, trúbador, leikur og syngur nokkur lög.

Ekki eru undirleikarar af verri endanum, en það eru félagar úr hljómsveitinni Ómar Diðriksson og sveitasynir, þeir Ómar Diðriksson og Guðmundur Eiríksson að ógleymdum gítarleikara kórsins Braga Gunnarssyni. Kristín Sigfúsdóttir stjórnar þessari músíkveislu.

Miðaverð kr. 1.500 (ekki posi), ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?