Hringvegur lokaður við Hellu til austurs

Tilkynning frá Colas

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Fimmtudaginn 1. september stefnir Colas Ísland á að fræsa og malbika akrein á hringvegi um Hellu. Kaflin er frá hringtorgi við Rangárbakka og til austurs. Akreinni verður lokað og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.87.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 16:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Sjá nánar hér lokunarplan.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?