12. ágúst 2025
Jón G. Valgeirsson og Hulda Jónsdóttir handsala ráðninguna
Hulda Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa á fjármálasviði Rangárþings ytra. Hún mun starfa sem staðgengill launafulltrúa og sinna ýmsum tilfallandi verkefnum.
Hulda er búsett á Selfossi, gift Axel Davíðssyni byggingarfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Hulda er með stúdentspróf frá FSu auk þess að hafa lokið fjölda námskeiða á vegum Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur starfað við launavinnslu og bókhald hjá byggingarfyrirtækinu JÁVERK í 21 ár.
Við bjóðum Huldu velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar.