Hunda- og kattaeigendur Rangárþingi ytra!

Hunda- og kattaeigendur Rangárþingi ytra!

Vakin er athygli íbúa á því að 17. júlí 2012 tók gildi ný samþykkt nr. 632/2012 um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra. Eigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér vel ákvæði samþykktarinnar sem er aðgengileg öllum á heimasíðu Rangárþings ytra og skrá öll leyfisskyld dýr fyrir 1. desember n.k.

Sjá samþykktina hér

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar fara með eftirlit og framkvæmd samþykktarinnar sbr. III kafla 15. gr. og er skylt að bregðast við öllum kvörtunum sem berast um óskráða hunda og ketti og lausagöngu þeirra.

Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra,
Bjarni Jón Matthíasson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?