Húsvörður við skólabyggingar og íþróttamiðstöð á Laugalandi í Holtum

Staða húsvarðar við Laugalandsskóla í Holtum er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu er fellst í umsjón með húsnæði grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar á Laugalandi í Holtum. Húsvörður hefur eftirlit og verkstýrir viðhaldi húsnæða og allri ræstingu. Ásamt því að vera þátttakandi í því uppeldisstarfi sem fer fram innan skólanna beggja.

Leitað er að starfsmanni sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með fasteignum grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar.
  • Opna skólabyggingar og íþróttamiðstöð að morgni og lokar skóla í lok dags.
  • Annast smærri lagfæringar og viðhald á húsnæði grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð.
  • Sjá um að aðgengi að húsnæði grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar sé viðunnandi.
  • Verkstýrir og ber ábyrgð á ræstingu.
  • Sér um útleigu og utanumhald á matsal og eldhúsi grunnskólans sem eru utan hefðbundins dagvinnutíma.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnaðarmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð reynsla af alhliða störfum.
  • Laghentur einstaklingur sem á auðvelt með samskipti við aðra, ekki síst börn og unglinga.
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hreint sakavottorð og bílpróf eru skilyrði.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Yngvi Karl Jónsson, skólastjóri Lauglandsskóla í síma 487-6540 eða 862-9530. Einnig á netfanginu yngvikarl@laugaland.is

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið yngvikarl@laugaland.is.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2023.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?