Íbúafundur með HSU 5. nóvember

Íbúum Ásahrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra er boðið á íbúafund á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sveitarfélaganna.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember 2025 í Hvolnum á Hvolsvelli á milli 18 og 19.

HSU verður með kynningu á starfi stofnunarinnar og vonast eftir góðum og uppbyggilegum umræðum.

Meðal markmiða fundarins eru að:

  • Ræða hvernig hægt er að byggja upp sameiginlega framtíðarsýn með heilsu og vellíðan að leiðarljósi.
  • Hlusta, ræða saman og fá hugmyndir.
  • Skoða hvernig við getum vaxið saman sem samfélag.

Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í samtalinu.