Íbúafundur um nýtingu vindorku í Þykkvabæ

Íbúafundur um nýtingu vindorku í Þykkvabæ

Íbúafundur um frekari nýtingu á vindorku í Þykkvabæ

Íbúafundur um nýtingu á vindorku innan Rangárþings ytra verður haldinn þann 8. desember 2014, klukkan 20.00 í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ.

Fulltrúar sveitarfélagsins ásamt forsvarsmönnum Bíokraft ehf munu sitja fundinn og svara spurningum eftir þörfum. Fundarstjóri verður Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig svara spurningum um önnur almenn skipulagsmál í sveitarfélaginu í lok fundar ef eftir því verður leitað.

Fundurinn er öllum opinn en íbúar í Þykkvabæ eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fh. skipulagsnefndar Rangárþings ytra, 
Har. Birgir Haraldsson, skipulagsfulltrúi

Dreifibréf,  með nánari upplýsingum sem verður sent íbúum Þykkvabæjar, má sjá hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?