Íbúafundur um samstarfsverkefni

Sameiginlegur opinn íbúafundur Ásahrepps og Rangárþings ytra verður haldinn í Menningarhúsin á Hellu n.k laugardag 31. október frá 10:00-11:30.

Sveitarfélögin Ásahreppur og Rangárþing ytra hafa undanfarin misseri unnið að endurskoðun allra samstarfsverkefna sveitarfélaganna. Markmiðið er að skapa skýran ramma um samstarfið, auðvelda stjórnun verkefna og ákvarðanatöku og búa samstarfsverkefnum traustan og hagfelldan grunn.

Á fundinum verður farið yfir þær tillögur sem liggja fyrir m.a. um rammasamkomulag, byggðasamlög og þjónustusamninga.

Frekari gögn má nálgast í fundargerðum samráðs- og viðræðunefnda á heimasíðum sveitarfélaganna.

Samráðsnefnd  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?