05. nóvember 2025
Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd samþykkti á fundi sínum 4. nóvember að leggja könnun fyrir íbúa um framtíð Töðugjalda. Ljóst er að einhverjar breytingar þurfa að verða á hátíðinni á næsta ári þar sem íþróttavöllurinn fer nú undir nýja leikskólabyggingu og skólalóð.
Endilega takið þátt og komið ykkar skoðunum og hugmyndum á framfæri. Niðurstöður könnunarinnar verða svo ræddar betur á íbúafundi 1. desember þar sem öllum íbúum gefst kostur á að mæta og ræða málin við kjörna fulltrúa og stjórnendur sveitarfélagsins.
Smellið hér til að opna könnunina.