Íbúar Grindavíkur fá frítt í sund

Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur á þessum óvissutímum.

Rangárþing ytra býður Grindvíkinga velkomna í sund í báðar sundlaugar sveitarfélagsins án endurgjalds. 

Sundlaugarnar eru staðsettar á Hellu og á Laugalandi.

Einnig er hægt að fá sundföt og handklæði að láni.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma sundlauganna. 

 

Rangárþing ytra sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?