Íslandsmet sett í fjöldaspuna!

Íslandsmet í spuna var sett um helgina að Brúarlundi í Landsveit þar sem hópur kvenna sem kalla sig Spunasystur komu saman í tilefni af sýningunni "Frá fé til flíkur" sem sami hópur stendur að. 63 einstaklingar á öllum aldrei spunnu saman á rokk eða snældu. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum Spunasystra. Næsta sýningarhelgi verður 22. og 23. október n.k. og verður opið frá 10:00 - 16:00.

Nánari upplýsingar um Spunasystur er að finna hér: Heimasíða Spunasystra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?