Mynd: Matthías Sveinbjörnsson
Mynd: Matthías Sveinbjörnsson

Í gær þann 7. júlí hófst Íslandsmót í flugi sem haldið er á Helluflugvelli. Að þessu sinni er keppt í vélflugi, fisflugi, listflugi, drónaflugi og svifflugi. Um er að ræða töluverða aukningu í keppnisgreinum frá fyrra ári. Að mótinu loknu tekur við flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu sem stendur fram á sunnudag. Í tilefni þess býður Flugmálafélag Íslands í samvinnu við H2 Ballooning upp á flug í loftbelg þar sem að Flugmálafélagið í samstarfi við Icelandair Cargo, Hertz á Íslandi, Linde Gas ehf. og Hótel Rangá fengu atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs til landsins frá H2 ballooning með Dominik Haggeney sem aðal flugmann. Loftbelgurinn tekur þrjá farþega í hverri ferð og verða ferðir í boði alla daga til og með sunnudeginum 12. júlí. Vegna mikillar aðsóknar verður að skrá sig á biðlista þar sem hægt er að taka fram fjölda farþega, hversu lengi og hvenær maður hefur áhuga að fara. Mælt er með því að skrá sig sem fyrst ef áhugi er fyrir hendi því fyrstur kemur fyrstur fær!

Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir flug í loftbelgnum hér eða á Facebook síðunni Loftbelgur

Í kvöld klukkan 20:00 verður keppt í drónaflugi og listflugi á Helluflugvelli og þá tilvalið að grípa sér útilegustól eða teppi og fara að fylgjast með þeirri frábæru skemmtun. Um helgina verður síðan fjölbreytt dagskrá og þar á meðal hið vinsæla karmellukast úr loftinu fyrir börnin. Mælt er með að fylgjast nánar með dagskrá hátíðarinnar á Facebook síðunni Allt sem flýgur. Sjáumst á flughátíð!

Dagskrá Íslandsmótsins í flugi er að finna hér.

Dagskrá flughátíðarinnar Allt sem flýgur er að finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?