Mynd frá vígslu nýrrar dýnu fimleikadeildar UMF Heklu.
Mynd frá vígslu nýrrar dýnu fimleikadeildar UMF Heklu.

Verður á vegum UMF Heklu frá 6. – 23. júní  á virkum dögum kl. 8:00 – 12:00 fyrir börn fædd á árunum 2002-2010. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sniðin að aldri barnanna, m.a. Íþróttir, leikir, sund, hjólreiðar, gönguferðir, leiklist, grillveisla o.fl. 

Verð kr. 6.000 fyrir viku og kr. 14.000 fyrir allar 3 vikurnar ef greitt er við skráningu.  50% systkinaafsláttur. 

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Þórunn Inga Guðnadóttir og Perla Rut Albertsdóttir.  Skráning og greiðsla (enginn posi) fer fram í matsalnum í Íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 1. júní frá kl. 18.00 til 19.00.  Nánari upplýsingar hjá Þórunni 866-0005 og Guðmundi 868-1188

Ath. að það er nauðsynlegt að skrá börnin, þeim er ekki leyfilegt að mæta án skráningar forráðamanna.  Vakin er athygli á að mæting á námskeiðið á morgnana er frá kl. 8-9, ekki er leyfilegt, nema sérstakar aðstæður koma upp, að mæta eftir kl. 9 og skal þá vera í samráði við umsjónarmenn.

Stefnt er að íþrótta- og tómstundanámskeiði í 2 vikur í ágúst og eru forráðamenn barna beðnir um að láta vita ef áhugi á þátttöku í því er fyrir hendi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?