Mynd frá leik KFR og Snæfells.
Mynd frá leik KFR og Snæfells.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra auglýsir eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2021. Ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu tilnefna sína íþróttamenn með lýsingu á afrekum tilnefnds íþróttamanns.

Einnig gefst almenningi tækifæri til að senda inn og tilnefna íþróttamann ársins. Þó skal fylgt eftir 2. grein reglugerðar um val á íþróttamanni ársins sem samþykktar voru 2009.

  1. grein
    Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra sér um undirbúning að vali á íþróttamanni ársins.

Sjá reglugerð í heild sinni hér. 

Tilnefningar skulu koma frá íþrótta- og ungmennafélögum í Rangárþingi ytra og einnig frá öðrum félögum innan vébanda ÍSÍ í sveitarfélaginu.

Heilsu-, íþrótta-  og tómstundanefnd mun auglýsa eftir tilnefningum frá íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu, en einnig skal almenningi gefin kostur á að tilnefna íþróttamann ársins.

Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi.

Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu. Gerð er krafa til þess að íþróttamaðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Allar tilnefningar skal senda fyrir 18. janúar til heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið ragnar@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?