Íþróttamiðstöðin á Hellu og Laugalandi auglýsir sumarstörf 2024

Um er að ræða vaktavinnu og unnið er eftir vaktaplaninu 4-2-3-3

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
  • Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
  • Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.
  • Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsfólk sundlauga verður að vera orðið 18 ára.
  • Allgóð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla.
  • Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi.
  • Góð samstarfshæfni og þjónustulund.
  • Sundlaugar Rangárþings ytra eru reyklausir vinnustaðir.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Rangárþings ytra og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100% og starfstímabilið er frá um 1. júní til 25. ágúst 2024.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2024.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson forstöðumaður á netfanginu ragnar@ry.is. eða í síma 770-8281.

Umsóknir sendist einnig á ragnar@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?