Íþróttaskólinn í Laugalandsskóla

Eftir hádegi alla miðvikudaga fara öll börn í 1.-4. bekk Laugalandsskóla í íþróttaskóla og stendur hann yfir í þrjár kennslustundir.  Hann er hrein viðbót við almenna íþróttatíma.

 Tveir elstu árgangar leikskólans eru með 1. og 2. bekk fyrstu 40 mínúturnar. Á haustin og vorin er fyrst og fremst lögð áhersla á sund, en þess á milli fá börnin góða hreyfingu í íþróttasalnum undir dyggri stjórn íþróttakennaranna Guðna Sighvatssonar og Maríu Carmenar Magnúsdóttur.  Oft ríkir mikil spenna fyrir þessum tímum og hafa krakkarnir gagn og gaman af. 

 Í íþróttaskólanum fara nemendur í ýmsa leiki og gera æfingar sem styrkja líkamann og þjálfar þá í að vera í hópi. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel.  Með þessu móti er tryggt að allir nemendur yngsta stigs  fái  aukna hreyfingu og að nemendur leikskóla læri sundtökin snemma og komi betur undirbúnir í grunnskólann.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?