Jóhann G. Jóhannsson ráðinn sem verkefnastjóri íþrótta- og fjölmenningarmála

Sveitarstjórn samþykkti nýverið ráðningu Jóhanns G. Jóhannsonar sem verkefnastjóra íþrótta- og fjölmenningarmála í Rangárþigi ytra.

Jóhann hefur nýlega farið í gegn um ráðningarferli vegna annars starfs á vegum sveitarfélagsins.

Ráðing í starfið er tímabundin til áramóta en í nýlegri bókun byggðaráðs kemur fram að „Mikil þörf er á að verkefnum sem tengjast, íþróttum og æskulýðsstarfi, tómstundum, heilsueflandi verkefnum og fjölmenningu verði sinnt vel og er því lagt til að ráðinn verði tímabundinn verkefnastjóri til að vinna að þessum málefnum. Verkefnið yrði síðan endurmetið við gerð næstu fjárhagsáætlunar og þá tekin ákvörðun um framhald þess og ef vel tekst til og framhald verður á yrði starfið auglýst frá og með næstu áramótum.“

Ljóst er að verkefnin eru mörg og brýn og bjóðum við Jóhann velkominn til starfa.

Á myndinni handsala Jón Valgeirsson sveitarstjóri og Jóhann G. Jóhannsson ráðninguna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?