Jólatónleikar að Laugalandi

Þann 1. desember voru að venju hinir árlegu jólatónleikar Kvennakórsins Ljósbrá ásamt gestum að Laugalandi í Holtum. Í ár komu fram ásamt kvennkórnum Ljósbrá; Hringur kór eldri borgara í Rangárvallasýslu, Kirkjukór Breiðabólstaðarprestakalls og Skálholtskórinn. Sérstakir gestir var kór Söngdeildar Tónlistarskóla Rangæinga undir stjórn Þórunnar Elfu Stefánsdóttur. Maríanna Másdóttir söng einsöng. Þessir tónleikar markar upphaf jólanna í Rangárþingi ytra og koma manni svo sannarlega í jólaskap. Fleiri myndir eru aðgengilegar á facebook:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?