Jónas Bergmann Magnússon ráðinn skólastjóri Laugalandsskóla

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf skólastjóra Laugalandsskóla en það var Jónas Bergmann Magnússon, sitjandi skólastjóri, sem var ráðinn.

Í umsögn Odda bs. um ráðninguna kemur fram að Jónas hafi leyfi menntamálaráðuneytisins til að nota starfsheitið grunnskólakennari, hann hafi lokið þremur námskeiðum í stjórnunarnámi (stjórnun menntastofnana við HÍ) og búi yfir farsælli stjórnunarreynslu og fjölbreyttri kennslureynslu á grunnskólastigi.

Jónas gegndi stöðu aðstoðarskólastjóra við Laugalandsskóla frá árinu 2020 og hefur starfað sem skólastjóri frá 1. desember 2023. Hann er því þaulkunnugur skólanum og því metnaðarfulla starfi sem þar er sinnt.

Sveitarfélagið óskar Jónasi til hamingju með ráðninguna og óskar honum velfarnaðar í starfi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?