10. september 2025
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag nýs íþrótta- og útivistarsvæðis á Hellu, norðan nýja gervigrasvallarins. Nú óskar sveitarfélagið eftir hugmyndum frá íbúum um notkunarmöguleika svæðisins til framtíðar sem myndu nýtast í skipulagsvinnunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá svæðið en athugið að það sem fram kemur á myndinni eru frumhugmyndir en ekki samþykkt skipulag. Umrætt svæði er ljósgrænt á myndinni, ofan við gervigrasvöllinn, innan bláu brotalínunnar.
Tillögufrestur er til og með 21. september.