Karitas Tómasdóttir í æfingahóp U19 landsliðsins í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir í æfingahóp U19 landsliðsins í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir, sem fædd og uppalin er á Hellu, var nýverið valin í æfingahóp landsliðs kvenna í knattspyrnu fyrir konur yngri en 19 ára. Karitas, sem fædd er árið 1995, hóf feril sinn með KFR en spilar nú með Selfoss í Árborg. Æfingar landsliðsins eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu, dagana 21. - 26. september. Við óskum Karitas innilega til hamingju með árangurinn.

Frá þessu var greint á vef KSÍ: http://www.ksi.is/landslid/nr/11181

Æfingahópur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?