Karlakór Rangæinga 30 ára

Karlakór Rangæinga 30 ára

 

Föstudaginn 10. janúar sl. voru 30 ár liðin frá stofndegi Karlakórs Rangæinga og í tilefni tímamótanna hélt kórinn afmælistónleika í Hvolnum á Hvolsvelli ásamt Vörðukórnum, sem er blandaður kór sem starfar í uppsveitum Árnessýslu undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Í tilefni stórafmælisins söng Karlakór Rangæinga einungis lög og texta eftir Rangæinga og mátti sjá nokkra höfunda þeirra ýmist á meðal gesta eða kórmeðlima. 

Mikil gleði ríkti í salnum meðal kórfélaga og gesta og var fullt út að dyrum. Undir lok tónleikanna afhenti Tryggvi Steinarsson formaður Vörðukórsins, fyrir hönd kórsins, Karlakór Rangæinga gjöf í tilefni dagsins og sungu kórarnir saman nokkur lög. Að tónleikum loknum bauð kórinn upp á léttar veitingar fyrir meðlimi og gesti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?