Keldnakirkja og gamli torfbærinn á Keldum
Keldnakirkja og gamli torfbærinn á Keldum

Guðsþjónusta verður í Keldnakirkju í tilefni 150 ára afmælis hennar sunnudaginn 16. nóvember, kl. 13.00.

Guðjón Halldór organisti spilar og kirkjukór Oddaprestakalls leiðir söng.

Drífa Hjartardóttir segir frá sögu kirkjunnar og sr. Halldóra Þorvarðardóttir þjónar.

Boðið verður til messukaffis í safnaðarheimilinu á Hellu að athöfn lokinni.

Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarnefnd