Kjarralda tilbúin

Kjarralda tilbúin

Verktaki hefur nú lokið við gatnagerð og lagnir í Kjarröldu þannig að lóðarhafar geta hafist handa við undirbúning framkvæmda þegar hentar. Lóðarhafar fengu tilkynningu um þetta í morgun. Alls eru 17 íbúðaeiningar sem úthlutað hefur verið við Kjarröldu og skv. áætlun hefst bygging þeirra allra á þessu ári.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?