Kótilettukvöld 7. nóvember
Karlakór Rangæinga heldur sitt margrómaða kótelettukvöld í Hvolnum á Hvolsvelli þann 7. nóvember.
Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.
Á boðstólum verða SS lambakótelettur með öllu tilheyrandi.
Kórinn syngur nokkur lög, ræðumaður kvöldsins, fjöldasöngur og almennt grín og glens.
Þetta er ekki karlakvöld, þið eruð öll hjartanlega velkomin.
Engar miðapantanir, bara mæta og njóta.
Miðaverð er 7000 á mann.