Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Hjá unglingastarfi GHR byrjar sumarið mánudaginn 10. Júni n.k og verða ungliðatímar á mánudögum kl. 13:00 - 14:00 og á miðvikudögum kl. 17:00 -18:00. Gylfi Sigurjónsson íþróttakennari og golfkennari sér um starfið í sumar.

Farið verður í allt sem tengist golfinu og Golfklúbburinn leggur til kylfur fyrir þá krakka sem ekki eiga sett en þeir sem eiga kylfur komi endilega með sínar með sér.

Allt varðandi unglingastarfið í sumar og mótahald verður auglýst betur og reglulega uppfært á www.ghr.is  og á FACEBOOK síðu unglinganefndar GHR Unglingastarf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?