Kveikt á jólatrjánum á Hellu 28. nóvember

Jólaljósin verða kveikt við árbakkann á Hellu föstudaginn 28. nóvember næstkomandi klukkan 16:30.

  • Jólalögin spiluð og gengið kringum jólatréð
  • Sveinkar mæta og heilsa upp á krakkana
  • Kakó og kleinur fyrir alla í staðinn fyrir nammipokana

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Við viljum hvetja foreldra til að mæta með börnunum sínum, líka þeim sem eldri eru. Í fyrra var hópur barna sem kom afar illa fram við jólasveinana og önnur börn. Mikilvægt er að ræða það við börnin að sýna öllum kurteisi og virðingu svo allir geti skemmt sér vel.