Kveikt á jólatrénu við árbakkann á Hellu!

Að venju var kveikt á jólatrénu við árbakkann fyrsta fimmtudag í desember. Það var Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, sem flutti hugvekju og kveikti á jólatrénu. Jólasveinar mættu á svæðið og dönsuðu í kringum jólatréð undir undirleik Kristins Inga og Gunnars Bjarka. Þegar búið var að dansa nokkra hringi í kringum jólatréð var farið inn í íþróttahús þar sem foreldrafélög Grunnskólans á Hellu og leikskólans Heklukots buðu uppá heitt kakó og piparkökur en þau standa einnig að viðburðinum. Tónlistarskóli Rangæinga flutti þar fyrir okkur nokkur lög sem setti punktinn yfir i-ið á þessari hátíðlegu athöfn. Myndir frá viðburðinum eru aðgengilegar á facebook.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?