Kveikt á ljósum jólatrésins við árbakkann

Þriðjudaginn 1. desember n.k. kl. 17:00, verður kveikt á ljósunum á jólatrénu á árbakkanum, við Þrúðvang.

Tónlistarskólinn verður með tónlistaratriði og jólasveinar mæta á svæðið. Kristinn Ingi og Gunnar Bjarki leika fyrir dansi í kringum jólatréð.

Á eftir verður boðið upp á heitt kakó og smákökur í anddyri íþróttahússins í boðið Kökuvals og Hótel Lækjar.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Foreldrafélög Heklukots og Grunnskólans á Hellu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?