Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - hlaupum saman!

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - hlaupum saman!

Hið árlega Kvennahlaup verður á sínum stað þann 13. júní á Hellu og þann 17. júní í Þykkvabæ.

13. júní á Hellu: Hlaupið hefst klukkan 11:00 og er hlaupið frá sundlauginni. Í boði verður að hlaupa 1km, 3km og 5km. Þátttakendum stendur til boða að skella sér í sund að hlaupi loknu þeim að kostnaðarlausu.

17. júní í Þykkvabæ: Hlaupið hefst klukkan 10:00 og er hlaupið frá íþróttahúsinu. Í boði verður að hlaupa 1km, 3km og 5km.

Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.
Einnig er vakin at­hygli á því að hægt er að kaupa miða í Kvenna­hlaupið á tix.is án þess að kaupa bol. Þá er t.d. til­valið að nýta gamlan Kvenna­hlaups­bol til að hlaupa í aftur. Allar nánari upplýsingar er að finna inn á www.kvennahlaup.is 

Hlaupum saman!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?