Kvennakórinn Ljósbrá fagnar 25 ára afmæli sínu

Kvennakórinn Ljósbrá fagnar 25 ára afmæli sínu

Kvennakórinn Ljósbrá heldur tvenna tónleika og fagnar um leið 25 ára afmæli sínu. Fyrri tónleikarnir verða í Hvoli Hvolsvelli föstudagskvöldið 8. maí og hefjast kl. 20:00. Seinni tónleikarnir verða haldnir í Áskirkju Reykjavík laugardaginn 9. maí kl. 16:00.

Og í tilefni afmælisins hafa konurnar skellt sér í kjóla, túberað á sér hárið, sett upp hanska og lofa rífandi stemmingu í anda sixtís áranna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?