Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013 á Hellu

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á fimm stöðum um landið nú í mars. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.

Búið er að ákveða tímasetningu og staðsetningu fundanna með eftirfarandi hætti:

      Hella, mánudaginn 4. mars kl. 10-12.
      Akureyri, fimmtudaginn 7. mars kl. 10-12.
      Egilsstaðir, þriðjudaginn 12. mars kl. 10-12.
      Ísafjörður, fimmtudaginn 13. mars kl. 13-15.
      Reykjavík, þriðjudaginn 19. mars kl. 13-15.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?