Kynningarfundur vegna endurbyggingar vindmylla í Þykkvabæ

Háblær ehf. undirbýr nú reisingur tveggja nýrra vindmylla á undirstöðum hinna fyrri í Þykkvabæ.

Af þessu til efni býður Háblær til opins fundar í íþróttahúsinu í Þykkvabæ þriðjudaginn 28. febrúar kl. 18:00.

Þar mun fara fram kynning á verkefninu, sögu þess og hvað hefur verið gert til undirbúnings verkefninu. Fulltrúar Háblæs og ráðgjafar verkefnisins munu kynna málið. 

Hinar nýju vildnmyllur eru lægri en hinar eldri, spaðaþvermál er það sama og aflgeta nýju myllana er 50% meiri, þar sem myllurnar eru af nýrri og fullkomnari gerð. 

Íbúar og áhugafólk um málið er hvatt til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið og taka þátt í umræðum.

Áætlað er að fundurinn standi til um kl. 20. 

Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?