Landmannalaugar - drög að tillögu að matsáætlun

Rangárþing ytra undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum en mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum fellur undir 6. gr. laga nr. 106/2000, lið 12.05 í 1. viðauka laganna um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. um er að ræða framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun ákvarðaði þann 16. febrúar 2016 að framkvæmdin væri matsskyld.

Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Umsjón með matsvinnu er í höndum Landmótunar sf.  Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar og eru gögnin aðgengileg á heimasíðu Landmótunar.

Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast hér.

Frestur til athugasemda er frá 4. nóvember til 21. nóvember 2019.

Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verða drögin ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til Margrétar Ólafsdóttur  eigi síðar en 21. nóvember 2019. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti á netfangið margret@landmotun.is eða skriflega á skrifstofu Landmótunar að Hamraborg 12, 200 Kópavogi  merkt „Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum".

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?