Laufabrauðsgerð Foreldrafélags Grunnskólans á Hellu

Síðastliðinn laugardag 25. nóvember stóð Foreldafélag Grunnskólans á Hellu fyrir árlegri laufabrauðsgerð og piparkökubakstri. Viðburðurinn heppnaðist með ágætum og voru um 70 manns á öllum aldri sem tóku þátt og nutu samveru fyrir komandi aðventu. Foreldrafélagið þakkar foreldrum fyrir samveruna og auðvitað komuna. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?