Laugalandsskóla lokað vegna smits

Laugalandsskóli
Laugalandsskóli

Laugalandsskóla var lokað í hádeginu í dag vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni skólans.

 
Í tölvupósti frá skólastjórnendum til foreldra í morgun kom fram að skólinn verður lokaður fram á miðvikudag og staðan þá endurmetin. Ástæðan er mannekla þar sem starfsmenn bíða eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Ekki er talin ástæða til að halda að nemendur hafi smitast.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?