Laugalandsskóli auglýsir starf

Ræstitæknir í 100% starf.

Laugalandsskóli í Holtum óskar eftir jákvæðri og áreiðanlegri manneskju til að sinna almennum þrifum og gæslu á skólatíma.

Í Laugalandsskóla stunda um 100 nemendur nám. Einkunnarorð skólans eru samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010. Umsóknarfrestur er til og með 19. september og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is