Frá framkvæmdum við íbúðarhús
Frá framkvæmdum við íbúðarhús

Lausar eru til úthlutunar fjögurra íbúða raðhúsalóðir við Guðrúnartún 1 og 3, sérstaklega ætlaðar íbúum 60+. Einnig eru lausar lóðir við Sandöldu 5 og 7 undir par- eða raðhús og lóðir nr. 8, 12 og 14 við Sandöldu undir einbýlishús. Við Langasand á Hellu eru enn lausar lóðir undir einbýlishús á lóðum nr. 20, 26, 28 og 30. 

Verslunar- og þjónustulóðir við Rangábakka á Hellu eru einnig lausar til úthlutunar. Það eru lóðir nr. 4 og 9 við Rangárbakka.

Verið er að skipuleggja fleiri lóðir undir iðnað og athafnastarfemi, bæði við austanverðan Dynskála og sunnan við Suðurlandsveg. Þau svæði munu tengjast fyrirhuguðu hringtorgi austan við Reykjagarð. Eins eru óbyggð fyrirhuguð iðnaðar- og athafnasvæði nr. I1 og I2 í aðalskipulagi á Geitasandi og svæði nr.  I24 í aðalskipulagi á Strönd. 

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um lausar lóðir en bent er á að leita upplýsinga hjá sveitarstjóra eða skipulags- og byggingarfulltrúa um einstaka lóðir. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?