Lausar eru til umsóknar tvær stöður sundlaugarvarða í Íþróttamiðstöðinni á Laugalandi

Sundlaugin á Laugalandi
Sundlaugin á Laugalandi

Um er að ræða tvær 34% stöður í vaktavinnu. Unnið er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30-22:00. Möguleiki á meiri vinnu í dagvinnu á Hellu.

Einnig er í boði sumarvinna á Hellu eða Laugalandi í 100% starfi á vöktum fyrir umsækjendur en þó ekki skilyrði.

Starfssvið

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
  • Klefavarsla og baðvarsla.
  • Afgreiðsla, önnur þjónusta og þrif.

Hæfniskröfur

  • Góð samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund.
  • Hreint sakavottorð.
  • 18 ára eða eldri.

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2021.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2022.

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson, Heilsu- íþrótta og tómstundafulltrúi, í s: 7708281.

Umsóknir sendist á netfangið ragnar@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?