Leikjanámskeið HSK á Laugalandi í sumar

Leikjanámskeið HSK verður haldið á Laugalandi í sumar. 

Farið verður í ýmsar íþróttir og leiki ásamt gönguferðum, sundferðum og vatnsstríð, ef veður leyfir. Koma skal vel klædd og með nesti.

Leikjanámskeiðið er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk og er fyrsti tíminn föstudaginn 5. júní kl 9:00-11:30. Námskeiðið stendur til 19. júni en ekki er kennt 12. og 17. júní. Þátttökugjald er 6.000 kr. á barn og 8.000 kr. fyrir systkini.

Skráning og greiðsla í fyrsta tíma. 

Allir velkomnir!

Íþróttafélagið Garpur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?