Leikskólabörn skreyta jólatré

Eins og margir hafa séð þá hefur verið sett upp jólatré við móttöku sveitarfélagsins á 3. hæð Miðjunnar á Hellu. Jólatréð er fengið frá Skógræktarfélagi Rangæinga og kemur það úr Bolholtsskógi á Rangávöllum. Starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins óskuðu eftir því að leikskólabörnin okkar yrðu fengin til að skreyta tréð og urðu þau að sjálfsögðu við þeirri ósk. Þetta er skemmtilegur siður sem verður vonandi endurtekinn að ári.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?