Leikskólinn á Laugalandi ART vottaður

Leikskólinn á Laugalandi ART vottaður

Vottunin gildir til næstu þriggja ára. Sama dag útskrifuðust einnig sex starfsmenn leikskólans sem ART þjálfarar og eru nú allir starfsmenn leikskólans komnir með réttindi til að kenna ART í leikskólanum.

Af þessu tilefni var opið hús hjá leikskólanum og komu margir góðir gestir til þess að samgleðjast börnum og starfsfólki á þessum merka degi.  Á dagskrá hátíðarinnar var meðal annars afhending viðurkenninga til nýrra ART þjálfara og afhending ART vottunar skólans en verkefnisstjóri ART á Suðurlandi, Bjarni Bjarnason, veitti vottunina. 

Nokkrir gestir ávörpuðu samkomuna með heillaóskum, elstu börnin sögðu gestum hvað þau hafa verið að læra í ART, sungu ART lagið sem þau sömdu og svo var farið í leik en allir ART tímar enda á leik.  Að lokum var boðið uppá veitingar. Bollur sem börnin höfðu bakað ásamt „risa rjómatertu“. 

Fyrir þá sem ekki vita þá er ART aðferð sem byggir á félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði og miðar að því að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með ýmis konar þroskaraskanir, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir. 

ART gagnast því öllum að eiga árangursrík samskipti og þekkja tilfinningar sínar og getur fyrirbyggt margvísleg vandamál.


Sigrún Björk - Drífa Hjartardóttir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?