Leikskólinn á Laugalandi fær 1,2 milljóna króna styrk frá Sprotasjóði

Leikskólinn á Laugalandi hefur hlotið 1,2 milljónir  í styrk frá Sprotasjóði .  Styrkinn á að nota til að þróa starf leikskólans næsta vetur.  Verkefnið gengur út á það að spinna saman ART, upplýsingatækni og þróa nýtt sýnilegra námsmat barnanna.

Tilgangur verkefnisins er:

  • Að innleiða nýja aðalnámskrá í leikskólanum
  • Að brjóta upp starfið með elstu börnunum á leikskólanum
  • Auka sveigjanleika í starfinu og gera börnin virkari og sjálfstæðari
  • Gera starfið markvissara og skemmtilegra, bæði fyrir börnin og starfsfólkið
  • Létta á ofurskipulagi og skapa meira tækifæri til aukins lýðræðis

Markmið fyrir starfsfólk:

  • Að allir starfsmenn noti ART í öllu starfi leikskólans
  • Að allir starfsmenn noti upplýsingatækni í starfi með börnunum á vinnuvalstöðvum
  • Að þróa námsmat út frá nýrri aðalnámskrá sem fylgir börnunum upp í grunnskóla
  • Að þróa verklag til að efla samskipti milli heimilis og leikskóla

Markmið fyrir börnin:

  • Að þróa verklag í leikskólanum með börnunum svo þau fái notið sín sem best
  • Að auka félagsfærni barnanna
  • Að efla miðlalæsi með börnunum
  • Að fylgjast náið með þroska og framförum hjá börnunum með símati

Framundan er mjög spennandi skólaár bæði fyrir nemendur og starfsfólk.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?