Leikskólinn Heklukot 40 ára (1.  júní 1974-2014)

Í tilefni þess ætlum við að gera okkur glaðan dag hér á Heklukoti og halda útihátíð miðvikudaginn 18. júní kl. 14-16.

Foreldrar og aðrir velunnarar leikskólans eru velkomnir.

Þið megið gjarnan taka með veitingar (snúða, kleinur, kökur osfrv.) sem við ætlum svo að leggja á sameiginlegt
hlaðborð okkar.

Dagrún okkar í eldhúsinu og annað starfsfólk ætla að galdra fram eitthvað og leggja til veislunnar.
Við ætlum að vera úti í breytta garðinum okkar og bara njóta þess að vera þar.

Hlökkum til að sjá ykkur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?