Leikskólinn Heklukot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Heklukot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Auglýst er eftir aðstoðarleikskólastjóra til starfa í 50% stöðu frá 1. mars 2020 við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra sem er um 100 km frá Reykjavík. Heklukot er fimm deilda leikskóli með um 75 nemendur frá eins til fimm ára. Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
Starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum sem við eiga og aðalnámskrá leikskóla. Starfar með börnum í leik og starfi og framfylgir faglegri stefnu leikskólans. Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill í fjarveru hans. Skipuleggur og stýrir ákveðnum verkefnum í samráði við leikskólastjóra.

Menntun, hæfni og reynsla:
Gerð er krafa um að starfsmaður sé með leyfisbréf kennara. Ef ekki fæst menntaður kennari í starfið þá er heimilt að ráða annan háskólamenntaðan aðila og skal þá taka mið af menntun og reynslu.

Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á heklukot@heklukot.is fyrir 25. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma: 4887045 netfang: heklukot@heklukot.is einnig má sjá upplýsingar um skólann á heimasíðunni: www.heklukot.leikskolinn.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?