Leikskólinn Heklukot auglýsir eftir leikskólakennurum

Lausar eru stöður leikskólakennara við leikskólann Heklukot.
Heklukot er þriggja deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins til fimm ára og er markvisst unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar.  Leikskólinn er staðsettur á Hellu í Rangárþingi ytra sem er um 100 km frá Reykjavík. 

Í Heklukoti  vinnur metnaðarfullt starfsfólk í fallegu héraði sem býður upp á marga möguleika.

Leitað er að fagmenntuðum jákvæðum kennurum(eða öðru uppeldismenntuðu fólki), körlum eða konum, með góða samskiptahæfni, sem eru tilbúnir í áframhaldandi uppbyggingu á leikskólastarfi í fallegu umhverfi.

Umsóknafrestur er til og með 31. maí 2015.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Nánari upplýsingar veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 4887045, netfang: heklukot(hjá)ry.is

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans, þar er einnig hægt að senda inn rafræna starfsumsókn: www.leikskolinn.is/heklukot

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?