Leikskólinn Heklukot auglýsir laus störf

Heilsuleikskólinn Heklukot á Hellu auglýsir eftir sérkennslustjóra, stuðningskennara og leikskólakennurum eða leiðbeinendum.

Auglýst er eftir sérkennslustjóra til starfa í 80- 100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi Ytra, um 100 km frá Reykjavík, tímabundið í eitt ár.

Okkur vantar einnig:

Stuðningskennara í 60-80 % stöðu inni á deildum.

Leikskólakennara eða leiðbeinendur í 80-100 % stöðu inni á deildum.

 

Menntun, hæfni og reynsla:
Leyfisbréf kennara.
Reynsla af sérkennslu.
Góð íslenskukunnátta.

Reynsla af starfi í leikskóla.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Góð tölvukunnátta.Heklukot er fimm deilda leikskóli með um 88 nemendur frá eins til fimm ára.

Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

 

Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á inga@heklukot.is Nánari upplýsingar veitir Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 4887045 og 6910383. Upplýsingar um skólann er að finna á www.heklukot.leikskolinn.is. Umsóknarfrestur til 28. júní. 2024.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?