Leikskólinn Laugalandi 20 ára
Af tilefni 20 ára afmæli leikskólans mun verða opið hús í Leikskólanum Laugalandi þann 27. maí n.k. frá kl. 14:30 – 16:00.
 
Um morguninn munu börnin halda upp á afmælið með því að setja á sig hatta sem þau hafa búið til,  fara í skrúðgöngu og spila á hljóðfæri sem þau hafa einnig útbúið.  Eftir hádegið kl. 13:30  munu síðan fjölskyldur barnanna koma á Vorhátíð skólans og útskrift elstu barnanna.
 
Eftir útskrift gefst almenningi síðan tækifæri til að koma og skoða skólann, sjá myndlistarsýningu barnanna og kíkja á gamlar myndir.
 
Það verður heitt á könnunni og gaman væri að sjá sem flesta til að gleðjast með okkur.
 
Sigrún Björk
Leikskólastjóri
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?