Leikskólinn Laugalandi leitar að leikskólakennurum

 

Langar þig að breyta til, komdu þá til okkar. Einstakt tækifæri hvort sem þú ert í nágrenni við okkur eða langar að flytja í sveitina.

Leitað er eftir áhugasömum, metnaðarfullum Leikskólakennurum(eða öðru uppeldismenntuðu fólki), jafnt körlum sem konum.

Hafa þarf góða hæfni  í mannlegumsamskiptum og vera tilbúinn til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans með skemmtilegu fólki. 

Leikskólinn Laugalandi er um 30 barna einnar deildar leikskóli staðsettur að Laugalandi, rekinn af Rangárþingi ytra og Ásahreppi. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.

Helstu áherslur í starfi eru m.a. traust, góð umönnun og vellíðan barnanna.  ART þjálfun (þjálfun í félagsfærni, reiðistjórnun og siðferði), upplýsingatækni, útikennsla og fjölbreyttar vinnustundir sem stjórnast ekki af „klukkunni“ heldur af áhuga barnanna, leik og hæfni hverju sinni.

 

Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn. 

 

Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á  Leikskólann Laugalandi fyrir 29. maí.

 

Upplýsingar veitir Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri

Sími: 487-6633

Netfang: leikskolinn(hjá)laugaland.is

 

Heimasíða: http://www.leikskolinn.is/laugaland

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?